Picture of author

Almar Örn Arnþórsson

Námsferill í Forritun við NTV

Forritun aukaönn - React

Vorönn 2023

Aukaönn í forritun til þess að fá að kynnast React og Tailwind.

Forritun 3. önn

Haustönn 2022

Á þriðju og síðustu önninni er farið meira í bakenda forritun. Nemendur læra uppsetningu gagnvirks vefjar á vefþjón. Farið er í varðveislu gagna, notkun gagnasniðs (e. data format) og þáttun (e. parsing) þeirra í vef. Nemendur vinna að gerð vefja og/eða snjallsímaforrita með gagnagrunni. Þriðja önnin er framhald af 1. og 2. önn á henni er lögð áhersla á föll/aðferðir og hlutbundna forritun.

Forritun 2. önn

Haustönn 2021

Á annarri önn læra nemendur að hanna skýjalausnir og bæta við þekkingu fyrri annar. Nemendur læra að forrita kerfi sem eru með viðmót í vafra og eru þ.a.l. ekki bundin við ákveðin stýrikerfi og henta m.a. fyrir snjalltæki. Þetta er vinsælasta leiðin fyrir nýjar hugbúnaðarlausnir.

Forritun 1. önn

Vorönn 2021

Forritunarbrautin er fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa við forritun. Fyrsta önnin er jafnframt gagnleg fyrir kerfisstjóra sem vilja gera einfaldari forrit. Námið er þannig sett upp að fyrsti hluti námsins er grunnur í forritun og Flutter. Nemendur geta svo haldið áfram námi á forritunarbrautinni.

WordPress

Haustönn 2020

Fyrir alla sem vilja læra að setja skipulega upp vefsíðu og þá sem vilja öðlast góðan grunnskilning á uppsetningu og umsjón heimasíðu. Námskeiðin eru byggð þannig upp að þátttakendur þurfa ekki að hafa mikinn grunn eða kunnáttu í vefsíðugerð en gott tölvulæsi er mjög mikilvægt. Námskeiðið eru einkar verkefnamiðað og þátttakendur byrja strax að setja upp vefsíðu.

© Copyright 2023